Við höfum slæma reynslu af meðferð auðlinda. Misstum eignarhald á fiski í hendur kvótakónga. Misstum arðinn af stærstu vatnsföllum landsins í hendur erlendra álvera. Erum í þann veginn að missa tök á orkuverum á Reykjanesi. Við þurfum að breyta um stefnu, koma upp járnbentu eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindum landsins. Strangt eignarhald getur eitt tryggt afkomu þjóðarinnar í framtíðinni. Ný stjórnarskrá þarf að taka skýrt fram, að eignarhald á auðlindum verði ekki framselt. Ekki á fiski, vatnsföllum, jarðvarma, vindi eða sjávarföllum. Orðalag hennar gefi ekki færi á útúrsnúningum lagatækna.