Sumir eigendur sumarhúsa á Spáni áttu fyrir húsinu, en fengu verðið samt að láni. Létu blekkjast af gróðafýsn. Bankamenn töldu þeim trú um að betra væri að leggja peningana í sjóð og taka í staðinn lán. Áttu að græða vaxtamun. Síðan hrundi krónan og þeir geta ekki borgað afborganirnar. Sjóður þeirra átti að borga þær, en hann hrundi með bankanum. Mikil heimska reyndist vera að láta ginnast af kostaboðinu. Minnir á, hversu létt Íslendingar falla fyrir píramídakerfum og fjárgróðaplönum frá Nígeríu. Þeir, sem ekki kunna með fé að fara, geta ekki krafizt endurgreiðslu fjárins hjá skattgreiðendum.