Átti að vita og vissi ekki

Punktar

Breki Logason birtir ágæta fréttaskýringu á Vísi.is um það, sem Björgvin G. Sigurðsson ráðherra átti að vita, en vissi ekki. Vissi ekki um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni. Ekki um uppsagnir starfsmanna Landsbankans og lækkun launa hinna. Ekki um ofurlaun nýju bankastjóranna. Ekki um vanda Icesave, Davíð talaði ekki við hann. Ekki um greiðslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Davíð talaði ekki við hann. Ekki um KPMG. Þá hefur hann tvo aðstoðarmenn, sem vita ekki, hvað hann veit og veit ekki. Allt rekur Breki þetta vel með tilvitnunum í málsaðila. Ráðherrann er einangraður og meðvitundarlítill.