Áttaviti Rússa lagaður

Punktar

Katinka Barysch og Laza Kekic spá því í International Herald Tribune, að Rússland muni í náinni framtíð halla sér meira að Evrópusambandinu en Bandaríkjunum, enda hafi Rússland ekki fengið neitt nema langt nef að launum fyrir að viðra sig upp við Bandaríkin. Viðskiptahagsmunir Rússlands séu einkum í Evrópu og fjárfestar í Rússlandi eru einkum evrópskir. Þessi lagfæring á rússneska áttavitanum verði enn brýnni, þegar langflest ríki Austur-Evrópu eru gengin í Evrópusambandið.