Verst við fréttina um fyrirhugaða kjarnorkuárás Bandaríkjanna á Íran er, að hún kemur frá Seymour Hersh, þekktasta rannsóknablaðamanni heims. Hann kom upp um fjöldamorð Bandaríkjahers í My Lai í Víetnam, svindl blaðakóngsins Robert Maxwell og pyndingar Bandaríkjahers í Abu Gharib. Hann skrifar í The New Yorker, hefur frábær sambönd í bandaríska stjórnkerfinu og hefur fengið Pulitzer-verðlaun fyrir skúbb. Þess vegna trúa menn honum. Skelfilegt er að búast við, að vitfirringarnir, sem stjórna Bandaríkjunum, séu að undirbúa atómstríð.