Atlanta er flugfélag, sem flýgur milli staða utan Íslands. Slíkt félag getur auðvitað haldið heimili hvar sem er í heiminum. Ef það væri þvingað gegn vilja sínum til að veita íslenzkum flugmönnum forgang til starfa, mundi það flytja annað. Tilgangslaust er að væla um, að Íslendingar sitji ekki að öllum störfum hjá Atlanta. Sífellt áreiti af þessu tagi skaðar þjóðarhag. Nær lagi er að fagna því, að það skuli enn vera búsett hér á landi. Enn nærtækara væri að harma, að ýmis önnur fyrirtæki, sem hafa nurlað saman fé á Íslandi, grípa yfirleitt fyrsta tækifæri til að koma aurunum til útlanda með því að stofna þar dótturfélög.