Átján prósent stýrivextir eru liður í að lífga viðskipti með gjaldeyri. Háu vextirnir eiga að finna krónunni nýjan stað í samhengi myntanna. Fyrst og fremst vantar hana jafnvægi. Síðustu vikur hefur hún bara fallið og fallið. Það gengur ekki lengur. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn heimtar hærri vexti og getur ekki annað. Seðlabankinn fer eftir því og getur ekki annað. Fyrsta verkefnið er að finna krónunni stað og koma utanríkisviðskiptum í gang. Að því búnu má fara að líta á vaxtalækkun til að lífga við atvinnulífið. Svo minna ég enn á, að ófært er, að brunaliðið sé bara skipað brennuvörgum.