Átján aular á Alþingi vilja setja upp 150 vefmyndavélar á fögrum stöðum. Til að fólk geti jafnan séð þá í núinu. Þetta á að kosta 225 milljónir króna og er að frumkvæði Árna Johnsen. Hann og lærisveinar hans vita ekki, að Google Earth er þegar búið að gera betur. Hefur sett hnöttinn ókeypis á vefinn í þrívídd. Þar vantar þrívíðar myndir af Íslandi komplett. Þær má kaupa frá Loftmyndum, kostar minna en 225 milljónir. Heimurinn getur þá séð allt Ísland í þrívídd. Auk Árna eru meðal aulanna þau Ólöf Nordal og Jón Gunnarsson, Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson, Siv Friðleifsdóttir og Lúðvík Bergvinsson, Illugi Gunnarsson og Guðfinna S. Bjarnadóttir.