Ég skil ekki, af hverju Ástþór gengur ekki í Framsókn og tekur þar við formennsku. Flokkurinn er svo lítill, að sjötíu manns gátu gert byltingu í Reykjavík. Ástþór verður ekki í vandræðum með að smala á fundi og koma sínum mönnum á flokksþingið. Þegar flokkur er orðinn eins fámennur og Framsókn, er orðið auðvelt að efna þar til ófriðar en hjá fjölmennum hópum borgara. Ástþór á að fara í jólasveinabúningi með tómatsósu og yfirtaka líkið af Framsókn. Þá kemst hann líka að troginu, því fjórflokkurinn nýtur hundraða milljóna króna af almannafé. Til að hindra, að nýir flokkar komi á vettvang.