Davíð var ekki einn um að koma af stað misskilningi um öryggi brezkra sparifjáreigenda. Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, taldi í gær, að Árni M. Matiesen væri símleiðis að tilkynna sér greiðslufall af hálfu Íslands. Í kjölfarið var gripið til brezkra terroristalaga. Sú aðgerð felldi Kaupþing. Við vitum að vísu, að hvorki Davíð né Árni eru sleipir í ensku. Því má telja, að terrorismi þeirra hafi verið óviljaverk. En þetta sýnir, að dýrt er að geta ekki haldið kjafti á örlagastund. Ekki er sama, hverjir koma fram fyrir Íslands hönd. Kjaftforir eru ekki góðir í það.