Neyddist til að lesa nýju fjölmiðlalögin í tilefni framsögu hjá virðulegu félagi fjölmiðlakvenna. Sá lestur varð mér þraut, leiðinlegri langhund hef ég ekki lesið. Betri lög hefðu hljóðað svo: 1. Blaðamenn mega halda heimildamönnum leyndum. 2. Fyrsta ábyrgð efnis er á höfundum fremur en á blaðamönnum. 3. Útgefendur eiga að vera góðir við ritstjóra. Þar með er upptalið það jákvæða í óralöngu máli laganna. Höfundur þeirra gladdist fyrst við skrifin, er hann telur upp refsingar ritstjóra í févítum og fangelsum. Meginefni laganna er arfavitlaus tilraun til að ríkis-ritstýra fjölmiðlum.