Arður úr engu

Punktar

Hægt er að bera saman hagtölur evrópskra ríkja í þrjár aldir. Auðvelt er að sjá, að ekki gengur, að arður sé meiri en framleiðsluaukning. Þá verða til ímyndaðir peningar. Kreppur verða aftur og aftur, brenna umframpeningana. Þær leggja drög að nýjum arði umfram framleiðslu, sem leiðir til annarrar kreppu. Er eitt helzta einkenni þeirrar hagfræði, sem rekin var á síðustu öld og leiddi reglubundið út í kreppu. Græðgistrú nýfrjálshyggjunnar magnar sveifluna og kallar á nýja hagfræði. Sú fræði skrúfar fyrir umfram-arðinn með auðlegðarskatti, auðlindarentu, velferð og borgaralaunum. Kjarni nýju hagfræðinnar er svo að losna við tryllta bankstera.