Árbær í útlegð

Punktar

Lóða- og fasteignabraskarar vilja flytja Árbæjarsafn út í Viðey, svo að þeir fái land safnsins undir lóðir. Næst heimta þeir, að Húsdýragarðurinn verði fluttur út í Viðey til að fá land garðsins undir lóðir. Þeir vilja taka á sig að borga 1,5 milljarð fyrir flutning Árbæjarsafns. Úti í Viðey getur safnið síðan verið týnt og tröllum gefið. Nú hafa frambjóðendur til borgarstjórnar tækifæri til að lofa Reykvíkingum, að hvorki Árbæjarsafn né Húsdýragarðurinn né neitt annað aðdráttarafl helgarbíltúra verði flutt í útlegð til að rýma fyrir steinsteypu.