Áratuga kúgun þjóðarinnar

Punktar

Hagsmunasamtök kvótagreifa og vinnslustöðva landbúnaðarins hafa áratugum saman misnotað Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Flokkarnir tveir hafa um áratugi haldið þjóðinni í gíslingu kvótagreifa og vinnslustöðva. Einkum hafa þeir beitt krónunni að vopni. Með gengislækkunum hennar hefur arði þjóðarinnar af auðlindum sínum við mokað í fang kvótagreifa. Þeir lifa á að mergsjúga þjóðina og hirða allan arðinn. Nota hann í geðveikislegar fjárfestingar, í skásta falli í þyrluflug. Nú er kominn tími til að brjóta þessa kúgun á bak aftur. Þá bila auðvitað þýlyndir þingmenn vinstri grænna.