Árás Páls og Tryggva

Punktar

Því meira sem ég hugsa um árás Páls Hreinssonar og Tryggva Gunnarssonar á Sigríði Benediktsdóttir, því reiðari verð ég. Hún er valinkunnur kennari við Yale, þeir eru ómerkir kerfiskarlar. Hún sagði í Yale almælt tíðindi héðan, sem allir geta skrifað undir nema kerfiskarlarnir. Einn forkólfa hrunsins, Jónas Fr. Jónsson, kvartaði undan texta, þar sem hvert orð var satt. Páll og Tryggvi hlupu samdægurs upp til halda og fóta að þjónusta skúrkinn. Sem sagði í ágúst í fyrra að íslenzku bankarnir væru mjög stöðugir. Getur ríkisstjórnin ekki losað okkur við Pál og Tryggva úr sannleiksnefndinni?