Gallinn við krónuna er, að hún er svo lítil og þarf samt að bera mikla byrði. Það gerir hana viðkvæma fyrir árásum á borð við þá, þegar George Soros felldi brezka pundið árið 1992. Menn hafa verið að reyna að tala krónuna niður undanfarin misseri. Innlendir hagsmunaaðilar hafa gert það í nokkur misseri með vaxandi þunga. Nú hafa erlendar skoðunarstofnanir bætzt í kórinn, svo og fjölmiðlar á borð við Börsen í Danmörku. Það vantar bara kræfa skúrka til að fella krónuna og græða mismuninn. Þetta er annar stóri vandinn við að hafa litla krónu sem gjaldmiðil.