Persía verður brýni vandi heimsmálanna á nýja árinu. Vinir hennar og trúbræður hafa unnið kosningarnar í Írak. Þeir munu byggja upp ofstækisríki í suðurhluta landsins, svipað ríki og Amadinejad forseti hefur verið að efla í Persíu. Hann er leynt og ljóst að gera ríkið að kjarnorkuveldi, sem mun auka spennuna í Miðausturlöndum, þar sem Persía verður mótvægi við Ísrael. Amadinejad neitar að viðurkenna helför Gyðinga. Bandaríkin munu enn síður ráða við Persíu en Írak, því að landið er stærra og fjölmennara og ágreiningur í trúmálum nánast enginn, öfugt við flokkadrættina í Írak.