Annar siðblindur – hinn leiðinlegur

Punktar

Vissulega er Sigurður Kári Kristjánsson leiðinlegur málþófsmaður, sem rýrir virðingu Alþingis. Er samt ekki sams konar hrunverji og Illugi Gunnarsson, sem ýtir honum til hliðar. Illugi hefur látið lagatækna Lex náða sig með umsögn um aðild hans að Sjóði 9 hjá Glitni. Þar segir, að brot hans séu minni háttar lögbrot og minni háttar siðblinda. Því megi hann taka aftur sæti sitt á Alþingi. Lex hefur ekki úrskurðarvald um slík mál. Raunar er Illugi illa laskaður af hruninu á svipaðan hátt og Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Lakari kostur en leiðinlegi málþófsmaðurinn.