Jón Sigurðsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í gær, enda er hann eldri en fráfarandi formaður. Jón hefur hvorki orðið var við við stóriðjustefnu flokksins né stríðsstefnu hans. Hann veit greinilega mjög lítið um helztu umræðuefni þjóðarinnar, talar bara eins og forsetinn. Hann tekur þó sérstaklega fram, að allt sé gott, sem Framsókn hafi gert. Hann vill nákvæmlega alls enga stefnubreytingu. Þess vegna er hann ekki líklegur til að ná til baka neinu af því fylgi, sem hefur flæmzt frá flokknum undanfarin ár.