Ríkisstjórnin hefur aldrei lyft litlafingri til varnar blaðamennsku, sem á undir högg að sækja. Engin lagafrumvörp hafa verið lögð fram til stuðnings tjáningarfrelsi. Engin lög um afnám bankaleyndar, engin lög um takmörkun á persónufrelsi, þegar prentfrelsi á í hlut. Engin lög um upplýsingafrelsi og aðgang að upplýsingum. Engin lög um þrengingu hugtaka á borð við meiðyrði og meint einkalíf fyrirtækja. Hins vegar sækir Katrín Jakobsdóttir ráðherra fast að fá samþykkt lög um ritskoðunarnefnd ríkisins. Frumvarp hennar sýnir glöggt, að ríkisstjórnin er úti á túni í öllu, sem varðar tjáningarfrelsi.