Andskotinn hitti ömmu sína

Punktar

Ekki er einleikið með guðsmenn, hvað sumir eru gefnir fyrir að káfa á fólki, sem vill ekki láta káfa á sér. Gunnar í Krossinum líkist Gunnari á Selfossi. Hvorugur þó eins kræfur og gamli biskupinn yfir Íslandi. Líklega ekki eins myndarlegir, svo notað sé hugtak Jónínu. Svona mál tröllríða þjóðkirkjunni, Krossinum og Fíladelfíu. Haga múslimar sér svona? Ekki er síður einleikið með vandræðin, sem Jónína lendir í. Fyrst lenti hún í vondum útrásarbófum. Lenti svo í að þurfa að beita fjárkúgun til að bjarga fjármálum sínum. Lenti loks á bóksala, er falsar sölutölur. Hitti andskotinn ömmu sína í Krossinum?