Ríkisstjórnin þarf snarplega að verjast atlögu Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Hún má ekki stuðla að neinum framkvæmdum, sem kosta erlent lánsfé. Bara þeim framkvæmdum, sem hægt er að fjármagna heima. Tilraunir til að ná í erlent lánsfé eru vopn í höndum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hann er handrukkari erlends fjármagns. Við megum ekki spila upp í krumlur hans. Við skulum því hafna væli um erlenda stóriðju. Við skulum bara framkvæma hluti, sem innlendu bankarnir og lífeyrissjóðirnir treysta sér til að fjármagna. Við þurfum að reikna með að vera sjálf okkur nóg á næstu árum. Og getum það.