Samningur Hveragerðis við verktakann Eykt um að afhenda honum án útboðs lungann úr byggingarlandi bæjarins er hrokafyllsti gerningur vetrarins. Haldnir hafa verið borgarafundir um málið og vinstri meirihluti bæjarstjórnar hvattur til að bera samninginn undir bæjarbúa við kosningar í vor. Ekkert hefur bitið á honum. Í gærkveldi staðfesti hann samninginn við Eykt. Markaðslögmálin segja, að svona mikil verðmæti eigi að bjóða út og fá hæsta verð, en ekki afhenda einum allt gotteríið. Svona vinnubrögð hvetja til spillingar.