Hannes Hólmsteinn skrifaði, að gengislækkun væri gott ráð til að skerða kjör án blóðsúthellinga. Frjálshyggjumenn telja jafnan brýnt að skerða kjör til að hressa við fyrirtæki. Af því trúarofstæki lánaði Davíð Oddsson bönkunum tæpa 400 milljarða í sumar og haust. Til að gefa þeim tækifæri til að hamast á krónunni með hjálp eigenda bankanna. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag segir Ásgeir Jónsson í Kaupþingi Seðlabankann hafa vitað um og viljað árásirnar á krónuna. Markmið frjálshyggjunnar var að skerða kjörin. En málið klúðraðist. Bankarnir sprungu sjálfir framan í alþýðu og skattgreiðendur næstu áratuga.