Alvaran búin – grínið kemur

Punktar

Spaugstofan er að fara í frí. Á tíma kosningabaráttu telur Ríkisútvarpið óráðlegt að hafa þátt um alvöru lífsins í pólitík. Í staðinn verður grínið innleitt, kosningabarátta. Búnir verða til þættir, þar sem pólitíkusar segja ekki satt orð, hver um annan þveran. Smám saman á að skafa raunsæið af áhorfendum og leiða þá inn í heim ímyndana. Guðlaugur Þór Þórðarson er farinn að kenna vinstri grænum um hrunið. Þótt hann hafi sjálfur verið við völd. Þannig verða næstu vikur eins og hjá Lísu í Undralandi. Vont er að hafa alvöru lífsins í boði á Spaugstofunni á tíma botnlausrar gamansemi.