Sem félagslegur rétttrúnaður sækir forsjárhyggja fram. Stóri bróðir breiðir út faðminn. Í auknum mæli finna félagslegir skottulæknar þörf til að hafa vit fyrir fólki. Að einhverju marki kann slíkt að vera nytsamlegt, til dæmis bann við tóbaksreykingum. Efasamt er hins vegar að ríkis-ritskoðun fjölmiðla geri gagn. Og nú beinast augun í auknum mæli að foreldrum. Ala þau börnin nógu vel upp? Er mataræði á heimilum nógu gott? Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur hjá Matís, vill taka feitu börnin af foreldrum sínum. Að því er segir í Fréttatímanum. Jahérna, alræðisríkið er handan við hornið.