Almennt vantraust

Punktar

Því meira traust milli manna, þeim mun auðveldari eru öll samskipti. Vantraust kallar á vanda. Á svartan markað, á skattsvik, á ættingjadekur, pilsfaldapólitík. Ítalía er stórt dæmi um algert vantraust. Fólk treystir ekki ríkinu til að halda uppi fjárhagslögum og eðlilegum mannaráðningum. Ekki dómstólum til að leysa mál á eðlilega stuttum tíma. Ísland er lítið mildara að þessu leyti. Allur kapítalismi fer gegnum ríkið og kallast pilsfaldakapítalismi. Enginn treystir neinu orði frá pólitíkusi. Treystir ekki eftirlitsstofnunum til að vinna vinnuna sína. Bremsar hagkerfið. Uppruni skorts á trausti er fávitalegt val kjósenda á pólitíkusum.