Velferð í heilbrigðismálum minnkar á næsta ári um 10%, afleiðing hrunsins. Spítalar verða að spara 10% og geta það ekki. Þeir verða að reka starfsfólk. Landsspítalinn mun reyna að taka sjúklinga inn síðar en áður og kasta þeim út fyrr en áður. Þeir eiga að vera á heilsuhælum, sem ekki eru til og verða ekki til á næsta ári. Þetta er gamla og góðkunna leiðin að færa vandann annað. Almennt mun velferð minnka á næsta ári, þegar hennar er mestrar þörf vegna samdráttar í vinnu og kaupmætti. Yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttir duga ekki, þegar almenningur axlar alla ábyrgðina á mistökum landsfeðranna.