Almenningsálit er stjórnlaust

Punktar

Aðstæður fólks sem kjósenda eru miklu betri en þær hafa áður verið. Internetið geymir allt. Davíð getur ekki lengur strikað yfir fortíð sína og búið til nýja. Gamlar staðreyndir og nýlega opnuð leyndarmál eru aðgengileg fólki. Á hverju strái eru túlkanir, sem eyða smjörklípum á dagsparti. Hefðbundnir fjölmiðlar hafa glatað stjórn á almannarómi. Málgögnum er vantreyst. Áður dýrkaðar hetjur stjórnmálana opinberast nú sem lygarar og þjófar. Fólk veit, að þeir gæta ekki almannahagsmuna, heldur þrengstu sérhagsmuna. Almenningsáliti á vefnum verður ekki stýrt, það er stjórnlaust í eðli sínu. Lýðræði ber loksins að dyrum okkar.