Við virðumst halda, að Lykla-Pétur sé auðtrúa og fletti í minningargreinum Moggans, þegar hann hleypir inn fólki. Svo skekkta mynd af veruleikanum gefa þessar greinar, að þær eru nánast gagnslausar sem mannlýsingar. Hinar mörgu kjallaragreinar blaðsins eru jafn ónothæfar. Þær eru almannatengsl á lágu plani af hálfu hagsmunaaðila. Ég man eftir manni, sem var dæmdur fyrir að falsa lyfseðil og skrifaði nýlega grein um, að dómurinn væri einkamál sitt og svívirðilegt væri að geta hans í fjölmiðlum. Þannig er síða eftir síðu blaðsins með brengluðum upplýsingum minningar- og kjallaragreina.