Alltumlykjandi lagatækni

Punktar

Lagatæknar ímynda sér, að skoðanir og samtöl og yfirlýsingar fólks séu hluti af dómskerfinu. Því hefur komið fyrir, að dómarar taki slíkt inn í úrskurði sína. Nær er sanni, að skoðanir, samtöl og yfirlýsingar fólks koma dómsmálum ekkert við. Lagatæknar telja líka, að dómstólar stjórni æru manna. Nær er sanni, að æra manna fer ekkert eftir dómsmálum. Spjall, fjölmiðlun og blogg um gerðir manna á borð við Baldur Guðlaugsson eru hluti af umræðunni, ekki af dómskerfinu. Lagatæknar eru belgdir af skrítinni hugmynd: Að þjóðlífið í heild sé angi af lagatækni. Dómurum beri að stjórna þessum anga sem öðrum.