Bandaríkjastjórn þurfti samstarf við Pakistan um aðgerðir gegn al Kaída. Hún lagði allt sitt traust á Pervez Musharraf einræðisherra. Dæmigert fyrir Bandaríkin að halda að núverandi ástand vari til eilífðar. Frá upphafi benti ég á, að Musharraf væri ekki sama og Pakistan. Óráð væri að leggja allt sitt traust á einn glæpon, sem færi eins snöggt og hann kom. Nú er það komið í ljós. Lýðræðislega kjörnar stofnanir hafa hrakið einræðisherrann frá völdum. Í rúst er öll, algerlega öll stefna Bandaríkjanna í málum Pakistans. Landamærin við Afganistan verða götóttari en nokkru sinni fyrr.
