Þjóðfundurinn útkljáði eitt deilumál. Vill eindregið, að allt landið verði eitt kjördæmi. Stjórnlagaþingið mun setja þá niðurstöðu í stjórnarskrána. Undan því verður ekki vikizt. Dæmigert mál, sem Alþingi getur rifizt um endalaust án þess að komast að neinni niðurstöðu. Svo kemur saman úrtak þjóðarinnar og þá eru allir á einu máli. Engin furða er, þótt margir telji Alþingi ekki vera frambærilega stofnun. Raunar finnst mér það vera eins konar morfís-keppni vanþroskaðra eftirlegukinda. Þingmenn eru upptrekktar skólamálfunda-vélar, sem hafa slitnað úr sambandi við íslenzkan veruleika.