Allt er í stakasta lagi

Punktar

Stærsta fréttastofa heims spurði Geir Haarde í gær, hvort hann ætlaði að biðja þjóðina afsökunar á hruni Íslands. Associated Press fékk ekkert efnislegt svar. Geir vísaði bara á að kreppa væri í öllum heiminum. Það er eins og hann viti ekki, að ástandið hér er margfalt verra en annars staðar. Hann sagðist skilja, að margir eigi í erfiðleikum. Hann skilur það alls ekki. Hann býr í fílabeinsturni utan vandamála þjóðarinnar. Segist ekki hafa framið nein lögbrot og bankarnir hafi ekki gert það heldur. Ætlar ekki að segja af sér, ekki að biðjast afsökunar. Hjá honum er allt í stakasta lagi.