Alls staðar sama sagan

Punktar

Ég fór um nokkur héruð Spánar um daginn, Extremadura, León, La Mancha og Andalúsíu, og fann hvarvetna sama skortinn á tilfinningu fyrir hráefni og fyrir pælingum nútímans í matargerð, raunar svipað og í Grikklandi. Algengt var að kryddleggja villibráð í römmu ediki og mauksjóða hana síðan. Kartöflur voru alltaf djúpsteiktar. Eftirréttir voru oftast ofursætar kökur. Eina leiðin til að forðast þetta var að nota leiðsögubækur á borð við rauða Michelin franska, sem tína upp þá fáu staði, er hafa fylgzt með tímanum eða ráðið Baska í eldhúsið eða sýna á annan hátt metnað í faginu.