Alls staðar sama sagan

Punktar

Ísland eitt hrundi, en kreppa er um öll Vesturlönd. Alls staðar er orsökin hin sama, fjárglæfrar bankabófa í skjóli bankaleyndar. Bara hér kom gerræði Davíðs og heimska Geirs til viðbótar. Þótt hér hafi verið reynt að hreinsa til, hefur það ekki tekizt. Engin breyting hefur orðið á bönkum, bankabófum og bankaleynd. Það er sama sagan og í öðrum vestrænum löndum. Fjárglæframenn sleppa fyrir horn og leggjast í framhald á fjárglæfrum. Stjórnvöld í þessum heimshluta skilja ekki, að skortur á bankasiðferði stendur í vegi framfara. Rekum bankabófana. Og stjórnlagaþing afnemi bankaleynd í nýrri stjórnarskrá.