Menn ofmeta gildi krónunnar fyrir IceSave. Gleyma því, að krónan er bara matador-peningur til innanlandsbrúks. Verðmæti auðlindanna eru flutt út og seld í gjaldeyri, langmest í evrum. Í öllum okkar bisness er það evran, sem skiptir máli, ekki krónan. Hvort IceSave hækkar eða lækkar í krónum talið, skiptir tiltölulega litlu máli. Stóra málið er, hvort það hækkar eða lækkar í evrum. Allt tal um gjaldeyrisáhættu í IceSave er bull úr mönnum, sem hugsa innan í boxinu. Sem halda, að krónan sé enn gjaldmiðill Íslands. Hún er það ekki. Evran hefur lengi verið gjaldmiðill okkar og heldur áfram að vera það.