Furðulegt er, að hrunflokkarnir tveir hafa enn meirihlutafylgi þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Sjálfstæðið hefur 29% fylgi og Samfylkingin 24%. Samtals eru það 53% eða hreinn meirihluti. Að vísu eru margir óákveðnir, en ástæðulaust er að telja þá dreifast á flokka ólíkt hinum ákveðnu. Samkvæmt þessu er þjóðin sátt við flokkana tvo, sem komu henni á hausinn. Ég hef oft haldið fram, að þjóðin sé ótrúlega heimsk, sennilega vegna innræktunar. Tölur skoðanakannana um pólitík benda til, að ég hafi rétt fyrir mér. Íslendingar kunna ekki fótum sínum forráð.