Baldur Bjarnason kenndi okkur sagnfræði eitt ár í gaggó. Hann sagði okkur frá Aþenu og Spörtu og spurði síðan, hvar við vildum hafa búið. Mér er það minnisstætt. Allir réttu upp hendur með Spörtu. Nema ég, vildi heldur hafa búið í Aþenu. Augljóst var, að útkoman féll Baldri ekki í geð, enda hafði hann sjálfur komizt í tæri við fasismann. Þarna áttaði ég mig strax á sem unglingur, að skel samfélagsins er þunn. Undir niðri eru flestir Íslendingar fasistar og mundu drepa mann og annan, ef þeir sæju sér færi. Nú eru þeir í bíó að sjá lygasögu um ágæti Spartverja hinna fornu.