Allir gegn öllum

Punktar

Kúrdar eru einu íbúar Íraks, sem styðja hernám Bandaríkjanna og eru til friðs, að vísu enn ofsóttir af Tyrkjum. Súnnítar, sem áður studdu Saddam Hussein, eru auðvitað andvígir hernáminu. Það hefur komið á óvart, að sjítar, sem voru helztu andstæðingar Saddam Hussein, eru nú helztu andstæðingar hernámsins og standa fyrir hryðjuverkum gegn því. Síðustu vikur hafa komið til sögunnar innfluttir trúarofstækismenn úr röðum Al Kaída og Taliban, sem eru andvígir sjítum, en þó enn andvígari hernáminu. Það hefur því myndazt mikið og flókið sprengiefni í landi, sem var tiltölulega friðsælt fyrir hernám. Jonathan Freedland fjallar í Guardian um ástandið: Allir gegn öllum.