Hjá mér eru allir dagar sunnudagar. Síðan ég hætti á vinnumarkaði geri ég bara það, sem er skemmtilegt. Þess vegna gef ég ekki færi á athugasemdum við bloggið mitt. Vil ekki eyða tveimur tímum á dag í að lesa gagnslausa þvælu nafnleysingja og strika hana út. Þoli ekki að vera ritstjóri fyrir geðsjúklinga. Þeir mega skrifa, hvað sem þeir vilja, hvar sem þeir vilja, bara ekki á mínu vefsvæði. Með því að hafna athugasemdum alveg spara ég tvo tíma á dag. Dýrmætur gæðatími vinnst til að sinna hestum. Veit, að það er sérvizka, en ég þarf sem betur fer ekki að bera lífsgæði mín undir neinn.
