Nú er loksins komið að viðurkenningu á, að allir bankarnir eru gjaldþrota. Ég hef lengi sagt það og allir, sem máli skipta, hafa sagt það. Einkenni kreppu er, að engum er treyst og enginn fær lán. Svokallaðar lánalínur bankanna þornuðu þess vegna. Ríkisstjórnin hefur valið rétt í vondri stöðu dagsins, ætlar að taka hagsmuni almennings fram yfir hagsmuni glæpamanna, sem stýra glæpabönkum. Ráðin verða tekin af græðgiskörlunum. Hins vegar er ekki ljóst, hvort ríkið hyggst sækja menn til saka fyrir að misnota nafn og vernd ríkisins til að komast yfir fé. Allt slíkt fé þarf að endurheimta.