Hagstofan hefur fundið út, að álið leggur 5,6 milljarða króna á ári til þjóðarbúsins í formi launa. Hagnaðurinn er 13,2 milljarðar og telst ekki með, því að hann er fluttur úr landi. Álið er því ekki sambærilegt við fiskinn eða ferðamennina í efnahag og gjaldeyrissköpun þjóðarinnar. Að undanförnu hafa spunakarlar hagsmunaaðila gefið skrautlegar yfirlýsingar um mikilvægi áls í þjóðarbúskapnum. Staðreyndir málsins eru hógværari. Ál er ekki meiriháttar atvinnuvegur á Íslandi. Það er hvorki fiskur né ferðamenn. Það er á sósíalnum eins og landbúnaðurinn, lifir á niðurgreiddu rafmagni.