Aldrei neinir úrslitakostir

Punktar

Gylfi Arnbjörnsson játar mistök Alþýðusambandsins. Forseti þess segist hafa átt að setja vanhæfu ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar miklu fyrr. Við þetta má bæta, að Alþýðusambandið setti þeirri stjórn aldrei úrslitakosti. Frjáls umræða þjóðarinnar á veraldarvefnum og öflugir útifundir hvolfdu ríkisstjórninni, ekki ASÍ. Forseti og hagfræðingar þess vöktu athygli fyrir fylgispekt við vanhæfa ríkisstjórn. Sennilega var það vegna stuðnings þeirra við Samfylkinguna. Alþýðusambandið gaf eftir launahækkanir í von um, að vanhæf ríkisstjórn sæi til sólar. Hún gerði það aldrei og hrökklaðist frá.