Nú er fólk loksins að átta sig á, að ýmis færi eru á að lina afborganir og vexti húsnæðislána. Fólk getur snúið sér beint til Íbúðalánasjóðs eða viðkomandi banka. Eða fengið ráðgjöf og aðstoð Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, fjolskylda.is, að Hverfisgötu 6. Fólk hefur ekki nýtt sér þessi færi, en nú má búast við skriðu. Mikilvægt er, að ráðgjafarstofan fjölgi starfsfólki hið bráðasta til að mæta álaginu. Fyndið er að sjá upphlaup Alþýðusambandsins út af málinu. Hingað til hefur lítið farið fyrir því. En nú vill það slá ódýrar pólitískar keilur í kjölfar áróðurs plötuslagara.