Álverð hefur lækkað um helming á þessu ári og fiskur um fjórðung. Þetta eru helztu útflutningsafurðir Íslands. Þær hafa farið flatt í kreppunni. Ál er keypt til bíla- og flugvélaiðnaðar, sem hefur dregizt mikið saman. Sala á fiski hefur minnkað með minni kaupgetu almennings, einkum í Bretlandi. Þar sem kreppan dýpkar frekar en grynnist, má búast við framhaldi á þessu lága verði. Það munar um minna í þjóðarbúskap, þegar önnur útflutningsafurðin lækkar um helming og hin um fjórðung.