Að sögn Michael R. Gordon í New York Times heldur bandaríska hernámsstjórnin í Írak því fram, að hryðjuverkasamtök með tengsli við Al Kaída séu að koma sér fyrir í Bagdað. Paul Bremer landstjóri segir þau bera ábyrgð á hryðjuverkinu við sendiráð Jórdaníu, þar sem 17 manns létust. Athyglisvert er, ef þau geta frekar starfað í landinu, þegar Bandaríkjamenn stjórna, heldur en þegar Saddam Hussein stjórnaði. Hann var andvígur Al Kaída hreyfingunni, sem sakaði hann um trúvillu og trúleysi.