Menntaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur komið sér upp verulegum áhyggjum af dagblöðunum. Þessar áhyggjur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir hafa vaxið í réttu hlutfalli við skuldir Moggans. Ríkisstjórnin undirbýr þá afsökun fyrir ríkisstyrk til blaðsins, að það varði lýðræðið. Ef Mogginn hætti að koma út, hafi það slæm áhrif. Því verði ríkisbankinn Glitnir að gefa Mogganum fjóra milljarða króna á kostnað skattgreiðenda. Tveir milljarðar fari í að kaupa ónýtt og verðlaust hlutafé í Mogganum. Tveir milljarðar séu víkjandi lán, en það er pólitískt heiti yfir gjöf, sem ekki endurgreiðist.