Í gærkvöldi var ég, þar sem fitjað var upp á tali um formann Flokksins. Fann strax, að mig skorti áhuga til þáttöku. Hef engan áhuga á verðandi formanni. Jafnvel þótt bófaflokkar eigi að skipta mig máli eins og aðra. En þau tvö snerta mig ekki, græðgisvélar úr Valhöll. Annar er vafningur úr Sjóvá og hin er með skuggalega ráðgjafa úr hruninu. Sé ekki mun. Þau eru bæði í afneitun á nýliðna tíð. Hvorugt hyggst biðja þjóðina afsökunar á nýliðinni framgöngu Flokksins, þúsund milljarða þjóðartjóni. Bæði ætla þau að styðja ítrustu sérhagsmuni kvótagreifa og auðróna. Bæði eru bófar eins og kjósendur þeirra.