Kosningavél John McCain lenti í nýrri hakkavél. Skítkast dugar ekki lengur í kosningabaráttu. McCain tapar bara fylgi. Eric Schmidt, forstjóri Google, segir það stafa af sigurför netsins. Í hvert sinn sem kosningavél lýgur einhverju, er það samstundis hrakið á YouTube og í bloggi. Sama er að segja hér á landi. Þegar Davíð laug upp andstöðu sinni við útrásarvíkinga, skaut Baldur McQueen hann strax niður í blogginu. Áhugafólk í blogginu flettir sögunni og birtir strax. Smjörklípuaðferðin er því hætt að virka. Þeir, sem ljúga í síbylju, lenda strax í sömu hakkavél og kosningaskrifstofa McCain.